Fótbolti

Dagný sneri aftur á völlinn í gærkvöldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný spilaði síðustu 24 mínúturnar í leiknum í gærkvöldi.
Dagný spilaði síðustu 24 mínúturnar í leiknum í gærkvöldi. mynd/facebook-síða portland thorns
Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur á völlinn í gærkvöldi í 0-2 sigri Portland Thorns á Sky Blue í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta.

Dagný hefur glímt við erfið meiðsli að undanförnu og missti af þeim sökum af fyrstu sjö leikjum Portland á tímabilinu.

Einnig var óttast um þátttöku hennar á EM í Hollandi. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson sagði hins vegar í síðustu viku að útlitið væri bjartara með þátttöku Dagnýjar.

Dagný kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í leiknum í gær. Með sigrinum fór Portland upp í 2. sæti deildarinnar. Dagný og stöllur hennar eru með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði North Carolina Courage.

Dagný heldur núna heim á leið en framundan eru tveir vináttulandsleikir hjá íslenska landsliðinu, þeir síðustu fyrir EM í Hollandi.


Tengdar fréttir

Slagur um síðustu fimm EM-sætin

Dagný Brynjarsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn sem mun mæta Írlandi og Brasilíu í byrjun næsta mánaðar. Freyr er búinn að taka frá átján sæti í EM-hópnum sínum. Þá standa bara fimm eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×