Aron Sigurðarson hélt upp á það að vera valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Króatíu með því að skora í leik Tromsö og Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í dag. Mark Arons dugði þó skammt því Tromsö tapaði leiknum 2-4.
Þetta var annað mark Arons í síðustu fjórum deildarleikjum. Hann hefur einnig gefið tvær stoðsendingar á tímabilinu.
Vålerenga byrjaði leikinn af gríðarlega miklum krafti og staðan var orðin 0-4 eftir 25 mínútur.
Tromsö skoraði tvö sárabótarmörk í seinni hálfleik en sigur Vålerenga var ekki í hættu.
Aron og félagar sitja í 11. sæti deildarinnar.
Mark Arons dugði skammt

Tengdar fréttir

Heimir búinn að velja liðið fyrir Króatíuleikinn | Svona lítur hópurinn út
Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason koma allir inn í landsliðið á nýjan leik eftir meiðsli.