Lögreglan lokaði Ölfusárbrú og maðurinn ók á fullri ferð út í ána Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 11:57 Maðurinn komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak hans. Þar setti hann sig í björgunarlínu og beið þess að verða bjargað á bát. Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað. Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Mikil hætta skapaðist í morgun þegar lögregla veitti fólksbíl eftirför frá Vogahverfi í Reykjavík að Ölfusárbrú á Selfossi. Þetta segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en mikil umferð var á meðan á eftirförinni stóð og er mildi að ekki fór verr. Eftirförinni lauk þegar ökumaðurinn keyrði út í Ölfusá en búið var að loka brúnni þannig að hann gat ekki keyrt yfir hana. Hann ók því á fullri ferð vinstra megin við brúna út í ána, þar sem bílinn rak undir brúna þar til hann steytti á steini. Líðan hans er eftir atvikum góð; hann var kaldur, með skrámur og einhver eymsli en komst sjálfur út úr bílnum og upp á þak bílsins þar sem hann var í línu frá bjögunarsveitum og beið eftir að verða bjargað á bát. Aðspurður segir Ásgeir að ökumaður bílsins hafi keyrt mest á 140 kílómetra hraða á klukkustund og var hraðinn slíkur að lögreglan gat ekki stöðvað för bílsins með því að aka utan í hann. „Það var sett upp naglamotta í nágrenni við Hveragerði en hann náði að aka framhjá henni,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Þá tókst heldur ekki að snúa bifreiðinni við. „Hann var frá því að vera á 50 til 60 kílómetra hraða og alveg upp í 140 kílómetra hraða á klukkustund. Það var mikil umferð og því skapaðist mikil almannahætta við þetta og það má því segja að þetta hafi farið eins vel og hægt var.“ Ásgeir segir að sér sé ekki kunnugt um að maðurinn hafi ekið utan í aðra bíla á meðan á eftirförinni stóð. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en segir að málið verði nú rannsakað af lögreglu og meðal annars tekin sýni úr manninum. Eftirförin hófst þegar hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í Reykjavík.Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar manninum var bjargað.
Tengdar fréttir Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38 Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36 Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fagnaðarlæti þegar manninum var bjargað af þaki bílsins - Myndband Maðurinn sem ók bíl út í Ölfusá á ellefta tímanum í morgun eftir eftirför lögreglu er nú á leið á sjúkrahús í Reykjavík. 19. júní 2017 11:38
Bíll endaði úti í Ölfusá eftir eftirför lögreglu Bíll sem lögreglan veitti eftirför nú í morgun endaði úti í Ölfusá. 19. júní 2017 10:36
Lögreglan í eftirför á Hellisheiði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurlandi og sérsveitin eru nú í eftirför á leiðinni austur á Hellisheiði. 19. júní 2017 10:21