Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júní 2017 14:45 Hátíðargestir Secret Solstice að skemmta sér. Vísir/Andri Marinó Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni „það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. Tónlistarhátíðin Secret Solstice stendur nú yfir og fer fram í Laugardalnum. Ýmsir íbúar hverfisins vilja koma á framfæri ábendingum að umbótum fyrir hverfið í heild sem aðstandendur hátíðarinnar geti tekið til sín. Lífleg umræða hefur skapast við stöðuuppfærslu Árna Björns í Facebookhópnum Laugarneshverfi en á umræðunni má greina að íbúarnir séu búnir að fá nóg af óþrifnaði gestanna.Sá fólk létta á sér á skólalóðinni Árni Björn segir að ýmsir gestir Secret Solstice hafi gert þarfir sínar bæði á leikskólasvæði hverfisins og á lóð við Laugarnesskóla. Hann hafi verið í kvöldgöngunni sinni með hundinn sinn þegar hann hafi séð þó nokkra einstaklinga gera þarfir sínar í hverfinu. Árni kveðst að hafa séð fólk létta sinni blöðru alveg upp við mötuneytið í Lauganesskóla. „Mér finnst hryllilegt að sjá svoleiðis.“Árni Björn Hilmarsson, íbúi í Laugardalnum vill aukna hverfisgæslu.Árni Björn Hilmarsson„Partístand“ í bílum víðsvegar um hverfið Án þess að hann vilji fullyrða um of hefur Árni sínar grunsemdir um að ólöglegt athæfi hafi farið fram á lóðinni við Laugarnesskóla því hann hafi heyrt einstakling, sem var í símanum, segja „þetta er á Laugarnesskólalóðinni.“ Auk þessa segir Árni að það sé „partí“ í mörgum bílum sem staðsettir eru upp götuna í hverfinu og á starfsmannabílastæðum skólans. Hann segir að svæðið í námunda við Laugarnesskóla og leikskólann sé alveg týnt í eftirlitskerfi hátíðarinnar. „Íbúarnir eru að benda á að við erum eiginlega týnd í þessu kerfi.“ Þessu þurfi að bæta úr fyrir næsta ár.Ábyrgðin liggi hjá aðstandendum hátíðarinnar Árni Björn segir að einstaklingar sem séu úti að skemmta sér hugsi ekki alltaf rökrétt og að ábyrgðin liggi fremur hjá aðstandendum hátíðarinnar. „Það er spurning að setja upp salernisaðstöðu á þessa erfiðu punkta okkar sem við höfum upplifað eftir helgina,“ segir Árni sem hugsar í lausnum. Árni Björn er hugsi yfir líðan dýranna í húsdýragarðinum og veltir því fyrir sér hvort einhverjar ráðstafanir séu gerðar með þau í huga.Gagnrýnin er af hinu góða „Maður er ekki að reyna að búa til leiðinlega umræðu heldur erum við að reyna að bæta og gera betur. Ég er alveg spenntur fyrir þessari hátíð, það er gaman að sjá mannlífið og svona.“ Hann segir gagnrýni aðeins vera af hinu góða. Árni er þess fullviss að lögreglan geri sitt besta en telur nær að auka við hverfisgæslu og þá sérstaklega á skólalóðinni og leikskólasvæðinu.Segist ætla að auka gæslu Sveinn Rúnar Einarsson, aðstandandi hátíðarinnar, tekur vel í ábendingar íbúanna og segist bregðast við öllum ábendingum. Í samtali við Vísi segir Sveinn: „Hverfisgæsla er eitthvað sem við ætlum að bæta í. Við viljum gera það í samráði við íbúana. Við erum bara fögurra ára hátíð og við erum að læra.“ Hann segist þá einnig vilja koma á framfæri þökkum til íbúanna. "Við erum oft í rosalega góðum samskiptum við þá. Þetta er liður í því að bæta og við viljum alltaf bæta samskiptin.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira