Borgin vill samstarf við Airbnb Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júní 2017 07:00 Íbúðagisting hefur aukist verulega í Reykjavík undanfarin ár, samhliða auknum ferðamannastraumi til landsins. Vísir/Anton Brink Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Starfshópur um heima- og íbúðagistingu í Reykjavík leggur til að borgin óski strax eftir viðræðum við leiguvefinn Airbnb með það að markmiði að auðvelda eftirlit með útleigu íbúða í gegnum vefinn. Þannig er lagt til að þak verði sett á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis við sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Tillaga starfshópsins er byggð á erlendri fyrirmynd en í skýrslu starfshópsins, sem var lögð fram á fundi borgarráðs á fimmtudag, er bent á að borgaryfirvöld í Amsterdam og Lundúnum hafi náð samningum við Airbnb þar sem fjöldi gistinátta sé takmarkaður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir tillögu hópsins skynsamlega. „Við erum ein af hraðvaxtarborgunum í ferðaþjónustu í Evrópu, en alls ekki sú eina, þannig að við höfum borið saman bækur okkar við borgir eins og Barcelona, Berlín, Amsterdam og Stokkhólm sem eru að mörgu leyti í svipuðum sporum og við,“ segir Dagur. Um áramótin náðu yfirvöld í Amsterdam og Lundúnum mjög áhugaverðum samningum við Airbnb að sögn Dags. Þar komi allar upplýsingar um umfang starfseminnar og gistinætur betur upp á yfirborðið. „Airbnb skuldbindur sig jafnframt til þess að fylgja eftir reglum sem eru býsna sambærilegar þeim sem hafa verið leiddar í lög hér á landi,“ segir Dagur. Hann á þar við ákvæði í lögum um heimagistingu sem heimilar fólki að leigja út eignir sínar í samtals níutíu daga á ári án þess að hafa rekstrarleyfi. Samkvæmt núgildandi lögum er fólki heimilt að starfrækja heimagistingu í allt að níutíu daga á ári svo lengi sem það hafi aflað sér starfsleyfis og skráð sig á lista sýslumanns. „Í stað þess að Airbnb eigi í átökum við borgirnar, eins og við þekkjum dæmi um í til dæmis Bandaríkjunum, þá vinna allir hlutaðeigandi saman að því að láta reglurnar virka sem skyldi,“ nefnir Dagur um samstarf borga og leiguvefjarins. Samningur Airbnb við borgaryfirvöld í Amsterdam felur ekki aðeins í sér að leiguvefurinn takmarkar sjálfur fjölda leyfilegra gistinátta í samræmi við hollensk lög, heldur rukkar Airbnb viðskiptavini sína jafnframt um skatta og gjöld. Dagur segir vilja borgaryfirvalda standa til þess að leyfa fólki að leigja út eigin íbúðir í allt að níutíu daga, en jafnframt „að ná utan um það þegar heilu íbúðirnar eru keyptar gagngert til þess að leigja þær út. Það á að vera leyfisskylt og er mikilvægt að öll slík starfsemi sé uppi á borðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira