Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandinu sem var tekið við hafnarboltavöllinn þar sem hópur þingmanna var að æfa sig í borginni Alexandriu í Virginíuríki, skammt frá höfuðborginni Washington. Dagblaðið New York Post birti upptökuna.
Árásarmaðurinn, James Hodgkinson, lést af sárum sínum eftir skotbardaga við lögreglu. Hann er sagður hafa unnið fyrir framboð Bernie Sanders í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar.