Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:33 Bernie Sanders fordæmir árásina. Vísir/Getty Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent