Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:33 Bernie Sanders fordæmir árásina. Vísir/Getty Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00