Handbolti

Ými ekki hent í djúpu laugina á móti Tékkum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ýmir Örn Gíslason verður uppi í stúku í dag.
Ýmir Örn Gíslason verður uppi í stúku í dag. vísir/ernir
Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Íslandsmeistara Vals, verður utan hóps hjá íslenska landsliðinu þegar það mætir Tékklandi í mikilvægum leik í undankeppni EM 2018 í dag. Mbl.is greinir frá.

Aðeins 16 mega leikmenn vera á skýrslu en Geir Sveinsson tók 17 með sér til Brno í Tékklandi þar sem leikurinn hefst klukkan 16.10 í dag.

Ýmir gerði nóg til að heilla Geir Sveinsson á æfingamóti í Noregi á dögunum en þarf að bíða með að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið.

„Hann hefur ákveðna eiginleika sem við erum að leita eftir upp á varnarleikinn sem við ætlum að reyna að þróa. Hann staðfesti það á æfingamótinu í Noregi. Það er ekki stærsta sviðið en gaf ákveðnar vísbendingar. Þess vegna ákváðum við að taka hann með, bæði svo hann fengi reynslu en kannski er hann á leið í djúpu laugina, hver veit?“ sagði Geir við íþróttadeild í gær en nú er ljóst að hann þarf ekki að setja á sig sundkútana alveg strax.

Vísir fylgist með leik Íslands og Tékklands í beinni textalýsingu í dag en hann hefst klukkan 16.10.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×