Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:28 Chelsea Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Vísir/AFP Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times. Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times.
Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00