Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:13 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á sæti í þjóðaröryggisráði. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“ Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“
Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46