Innlent

Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, koma til fundarins í dag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, koma til fundarins í dag. vísir/eyþór
Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ráðið hafi farið yfir ýmis mál sem tengjast almennt öryggisvörnum landsins í nútíð og framtíð.



Sjá einnig: Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs


„Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra gerði grein fyrir vinnu við netöryggismál, utanríkisráðherra kynnti vinnu við gerð viðbúnaðar- og varnaráætlunar fyrir Ísland og Ríkislögreglustjóri kynnti vinnu varðandi hryðjuverkaógn í ljósi atburða í mörgum löndum á undanförnum misserum og árum,“ segir í tilkynningunni.

Þá var gengið frá skipun Þórunnar J. Hafstein í embætti ritara ráðsins en hún hefur starfað sem skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Hún mun nú hefja störf fyrir forsætisráðuneytið.

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, er formaður ráðsins og stýrir fundum þess en alls sitja 11 fulltrúar í ráðinu. Utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja eiga sæti í ráðinu auk tveggja þingmanna, annar úr  þingflokki sem skipar meirihluta á þingi en hinn er úr þingflokki minnihluta. Þá sitja í ráðinu forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar.


Tengdar fréttir

Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run

Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×