Knattspyrnudeild FH tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að selja Jonathan Hendrickx til Portúgals.
Þar mun Hendrickx spila með liði sem heitir Leixoes S.C. Ekki kemur fram hvað FH fékk fyrir leikmanninn.
Hendrickx kom til FH árið 2014 og náði að spila 55 leiki fyrir Fimleikafélagið.
Hann lagði upp fjölda marka fyrir félagið og FH á klárlega eftir að sakna þeirra gæða sem hann kom með í leik liðsins.
