RB Leipzig, silfurlið þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur sett 70 milljóna punda verðmiða á gíneska miðjumanninn Naby Keïta. The Guardian greinir frá.
Liverpool hefur mikinn áhuga á Keïta sem sló í gegn í þýsku úrvalsdeildinni í vetur. Gíneinn skoraði átta mörk og gaf sjö stoðsendingar í 31 deildarleik á síðasta tímabili.
Keïta hefur neitað að gera nýjan samning við RB Leipzig en hann á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við félagið.
Samkvæmt frétt The Guardian er Liverpool að íhuga 50 milljóna punda tilboð í Keïta. Óvíst er hvort félagið er tilbúið að bjóða meira í miðjumanninn öfluga.
Keïta, sem er 22 ára, kom til RB Leipzig frá systurfélaginu Red Bull Salzburg síðasta sumar. Þýska félagið borgaði 10 milljónir punda fyrir hann.
RB Leipzig setur 70 milljóna punda verðmiða á Keïta
Tengdar fréttir
Salah orðinn leikmaður Liverpool
Liverpool hefur gengið frá kaupunum á egypska landsliðsmanninum Mohamed Salah frá Roma.
Gerrard: Aðeins heimsklassa leikmenn komast í liðið hjá Liverpool
Steven Gerrard sendir skilaboð til strákanna sem hann er að fara að þjálfa á næstu leiktíð.
Salah: Ég er orðinn miklu betri leikmaður
Egyptinn sem samdi við Liverpool í gær segir allt hafa breyst hjá sér síðan hann var síðast á Englandi.
Diouf heldur áfram að drulla yfir Gerrard: Hann gerði aldrei neitt fyrir England
El Hadji Diouf segist ekki vera vondur maður þrátt fyrir allt sem hann hefur gert innan sem utan vallar.