Gladdist yfir árásinni á Scalise Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 13:52 Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, var kjörinn á þing fyrir Louisiana árið 2008. Vísir/AFP Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. BBC greinir frá þessu. Montag dró ekkert undan í umfjöllun sinni um Scalise. Ummæli hans náðust á upptöku sem samflokkskona hans, Chelsey Gentry-Tipton, fangaði. Á upptökunni má heyra Montag segja: „Ég hata þennan mannfjanda. Ég er glaður yfir því að hann var skotinn.“ Hann sakar Scalise um að hindra aðgang landsmanna að heilbrigðisþjónustu með því að berjast fyrir afnámi „Affordable Care Act“ sem Barack Obama kom á í sinni stjórnartíð. Á upptökunni má meðal annars heyra Montag segja: „Ég vildi að hann væri dauður.“ Upptakan með ummælum Montags var, sem fyrr segir, sett á Youtube. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Montag dregur í land með ummæli sín í samtali við World Herald og segir hann ummælin tekin úr samhengi. Upptakan hafi sýnt lítið brot af samtali sem hafi staðið yfir í hálftíma til einnar klukkustundar. Hann hafi orðið skelfingu lostinn þegar hann frétti af árásinni á þingmanninn. Hann óskaði sér sannarlega ekki dauða Scalise.Bandaríska Alríkislögreglan við störf á vettvangi skotárásarinnar. Þingmaðurinn Steve Scalise hlaut skot í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð.Vísir/GettyJames T. Hodgkinson skaut á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi þennan dag. Árásarmaðurinn hleypti af byssu sinni með þeim afleiðingum að fimm manns særðust. Þingmaðurinn Scalise var á meðal þeirra. Hann varð fyrir skoti í mjöðmina og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube. BBC greinir frá þessu. Montag dró ekkert undan í umfjöllun sinni um Scalise. Ummæli hans náðust á upptöku sem samflokkskona hans, Chelsey Gentry-Tipton, fangaði. Á upptökunni má heyra Montag segja: „Ég hata þennan mannfjanda. Ég er glaður yfir því að hann var skotinn.“ Hann sakar Scalise um að hindra aðgang landsmanna að heilbrigðisþjónustu með því að berjast fyrir afnámi „Affordable Care Act“ sem Barack Obama kom á í sinni stjórnartíð. Á upptökunni má meðal annars heyra Montag segja: „Ég vildi að hann væri dauður.“ Upptakan með ummælum Montags var, sem fyrr segir, sett á Youtube. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Montag dregur í land með ummæli sín í samtali við World Herald og segir hann ummælin tekin úr samhengi. Upptakan hafi sýnt lítið brot af samtali sem hafi staðið yfir í hálftíma til einnar klukkustundar. Hann hafi orðið skelfingu lostinn þegar hann frétti af árásinni á þingmanninn. Hann óskaði sér sannarlega ekki dauða Scalise.Bandaríska Alríkislögreglan við störf á vettvangi skotárásarinnar. Þingmaðurinn Steve Scalise hlaut skot í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð.Vísir/GettyJames T. Hodgkinson skaut á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi þennan dag. Árásarmaðurinn hleypti af byssu sinni með þeim afleiðingum að fimm manns særðust. Þingmaðurinn Scalise var á meðal þeirra. Hann varð fyrir skoti í mjöðmina og þurfti að gangast undir skurðaðgerð.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46 Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Þingmaður Repúblikana kennir Obama um skotárásina Steve King, þingmaður Repúblikana, segir að gjörðir Obama á forsetastóli hafi valdið skotárásinni í gær. 15. júní 2017 22:58
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00
Vitni að skotárásinni á þingmenn birtir myndband Yfir fimmtíu skot heyrast á myndbandi frá vitni að skotárásinni á bandaríska þingmenn sem fjölmiðlar hafa birt. Sex eru sagðir særðir, þar á meðal þingflokksformaður repúblikana sem er talinn í lífshættu. 15. júní 2017 07:46
Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. 14. júní 2017 22:33