Freyr: Var orðinn svolítið örvinglaður áður en ég sá ljósið Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 09:45 Freyr Alexandersson kveðst mjög spenntur fyrir að fara með þetta lið á EM. vísir/anton brink Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, virtist vera kominn með álíka fastmótað landslið og strákarnir okkar þegar kom að byrjunarliðinu sínu og fyrstu varamönnum þegar undankeppni EM 2017 stóð yfir. Freyr spilaði meira og minna alltaf á sama byrjunarliðinu sem vann níu af tíu leikjum sínum og fékk aðeins á sig tvö mörk. Lífið var gott og nokkuð einfalt fyrir Frey og hans menn.Sjá einnig:Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi En á einu augabragði fóru leikmenn að hrúgast í meiðsli og markahæsti leikmaður undankeppninnar varð ólétt. Hún, ásamt tveimur lykilmönnum, eru tiltölulega nýkomnar aftur og verða í öðrum hlutverkum á EM og þá eru reynsluboltar eins og Margrét Lára Viðarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir með slitið krossband. Ungstirni eins og Agla María Albertsdóttir úr Stjörnunni laumaði sér í staðinn inn í lokahópinn sem og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður úr Breiðabliki, sem á aðeins tvo landsleiki að baki. Margt hefur breyst á nokkrum mánuðum hjá landsliðinu. „Ef við hefðum staðið hérna og reynt að skrifa þetta handrit fyrir tólf mánuðum hefðum við sagt að þetta væri bara bull og ekkert af þessu myndi gerast. En þetta gerðist allt,“ segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari sem viðurkennir að honum leist ekki á blikuna um tíma. „Það kom tímapunktur þar sem ég var svolítið örvinglaður og vissi ekki nákvæmlega hvernig ég ætti að halda utan um þetta en svo eftir verkefnið í apríl þá sá ég ljósið, þótt að ótrúlegt sé.“Sjá einnig:Harpa: Tek pressunni fagnandi Stelpurnar okkar unnu fínan sigur á Slóvakíu, 2-0, í apríl en fengu svo 4-0 skell á móti gestgjöfum Hollands í Doetinchem þar sem liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM. Þarna var útlitið ekki gott. „Þegar að maður fær eitthvað svona í andlitið og maður finnur takt sem er ekki alveg í takt. Þá fórum við í svakalega góða og djúpa vinnu um hvernig við vildum gera þetta,“ segir Freyr sem fékk miklu betri leiki frá landsliðinu í síðustu viku á móti Írlandi og Brasilíu. „Núna er ég orðinn ofboðslega spenntur og fullur tilhlökkunar að takast á við Evrópumótið með þeim hætti sem við sýndum hérna á móti Brasilíu og með þessa leikmenn. Hitt er búið og nú er nýtt upphaf,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30 Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00 Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00 EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45 Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46 Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Harpa: Tek pressunni fagnandi Þrátt fyrir að hafa eignast barn í vetur og aðeins spilað 138 mínútur með Stjörnunni í sumar var Harpa Þorsteinsdóttir valin í íslenska landsliðið sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. 22. júní 2017 19:30
Freyr: Hefði getað sprungið í andlitið á okkur Freyr Alexandersson segir að mikil meiðsli lykilmanna í landsliðinu hafi gert honum erfitt fyrir. 22. júní 2017 19:00
Svona var EM-hópurinn tilkynntur | Myndband Freyr Alexandersson tilkynnti EM-hópinn sem fer til Hollands í næsta mánuði en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. 22. júní 2017 14:00
EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu. 22. júní 2017 13:45
Freyr hefur ekki áhyggjur af Hörpu, Söndru og Hólmfríði Sandra María Jessen, Hólmfríður Magnúsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa lítið spilað síðustu vikur og mánuði. 22. júní 2017 14:46
Freyr: Harpa er með því að hún er nægilega góð Harpa Þorsteinsdóttir var sú eina sem fékk að vita fyrirfram að hún væri með í EM-hópi Íslands. 22. júní 2017 14:11
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti