Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er búinn að semja við franska A-deildarliðið Chalons-Reims en þetta kemur fram á heimasíðu franska félagsins.
Martin kemur til Chalons-Reims frá Charleville í B-deildinni þar sem hann spilaði stórkostlega á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku eftir háskólaboltann í Bandaríkjunum.
Vesturbæingurinn var besti leikmaður Charleville sem komst nokkuð óvænt í úrslitakeppnina en hann skoraði 17,2 stig að meðaltali í leik og var annar í kjörinu á besta leikmanni deildarinnar.
Chalons-Reims hafnaði í 16. sæti af 18 liðum á síðustu leiktíð og slapp naumlega við fall en þetta nýja lið, stofnað árið 2010 eftir sameiningu tveggja félaga, hefur aðsetur bæði í borgunum Reims og Chalons-en-Champagne.
Martin fylgir þjálfara sínum Cédric Heitz til Chalons-Reims en Frakkinn sem hefur náð svo fínum árangri með Charleville skrifaði undir hjá félaginu fyrr í sumar.
„Ég skrifaði bara undir um miðnætti í gærkvöldi. Þetta hefur verið í vinnslu en var klárað í gær. Hann [þjálfarinn] suðaði endalaust í mér eftir að hann tók við og vildi að ég kæmi með honum. Ég var búinn að skoða aðra valmögulega þar sem margt stórt og spennandi var í boði en ég held að þetta sé rett skref að elta hann,“ segir Martin í viðtali við mbl.is um vistaskiptin.
Martin samdi við Chalons-Reims
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



Sjáðu þrennu Karólínu Leu
Fótbolti