Verið með lögfræðing á línunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2017 06:00 Patrekur hefur verið að ná mjög eftirtektarverðum árangri í Austurríki. vísir/afp Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Patrekur Jóhannesson kom landsliði Austurríkis á sitt þriðja stórmót undir hans stjórn um síðustu helgi. Strákarnir hans unnu þá Bosníu, 34-32, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Frábær árangur hjá Patreki sem er með ungt lið í höndunum og ekki marga atvinnumenn. „Þetta var frábært. Ég var með fimm leikmenn meidda í þessum leik og tveir gáfu ekki kost á sér af því þeir þurftu að vinna,“ segir Patrekur og hlær dátt.Dró gamla kempu á flot „Þetta var sérstök staða. Í liðinu hjá mér núna voru menn með samtals 669 landsleiki en þegar ég var á HM í Katar með gamla liðið mitt þá voru landsleikirnir 1.340. Ég spilaði á markverði í seinni hálfleik sem er búinn að spila fimm landsleiki og einn í vörninni á tvo landsleiki. Það gerir þetta enn sætara. Það hjálpaði líka til að ég var með Vytautas Ziura sem er 38 ára. Hann var hættur en ég náði í hann enda sá besti í austurrísku deildinni. Vonandi kemur hann með á EM. Hann sagði að það væri ekki séns en ég vona það.“Vann Ísland í Ólafsvík Ísland og Austurríki munu ekki mætast á EM þar sem þau eru í sama styrkleikaflokki. Patti er bara ánægður með það. „Mér finnst ekkert gaman að spila við Ísland. Þeir fóru illa með okkur á EM í Danmörku enda vildu strákarnir ekki tapa fyrir mér. Við spiluðum líka einu sinni við Ísland í Ólafsvík og þá unnum við með níu. Þeir unnu kannski á EM en við unnum á Ólafsvík. Það er eitthvað,“ segir Patti léttur.Ekki alltaf allir til í að spila Þó svo Dagur Sigurðsson og Patrekur hafi gert frábæra hluti fyrir austurrískan handbolta síðustu tíu ár á íþróttin enn undir högg að sækja þar í landi enda samkeppnin mikil. Það getur stundum pirrað Patrek. „Það eru ekki alltaf allir til í að spila og það pirraði mig. Slíkt myndi aldrei gerast á Íslandi. Sambandið er samt frábært og umgjörðin í kringum liðið mjög góð og fagmannleg. Menn eru svolítið heimakærir og vilja ekki reyna fyrir sér í öðrum deildum og það stendur þeim fyrir þrifum. Nikola Bilyk er búinn að vera í eitt ár hjá Kiel og framfarirnar hjá honum eru ótrúlegar. Liðið verður að fá fleiri atvinnumenn. Ég hef verið með lögfræðing og lækni á línunni en þarf fleiri atvinnumenn þó svo hitt sé svalt,“ segir Patrekur og vonast enn eftir því að handboltamenningin styrkist í landinu. „Þetta er fótbolta- og skíðaland. Það kemur vonandi meiri áhugi fyrir handbolta í landinu með góðum árangri. Svo höldum við EM eftir þrjú ár og þá verður vakningin vonandi orðin meiri.“Mitt besta með landsliðinu Í ljósi þess að Patrekur byrjaði að byggja upp nýtt lið fyrir tveimur árum og var án margra manna um síðustu helgi segir hann að þessi árangur að komast á EM sé einstaklega sætur. „Ég var mjög stoltur af því að slá Noreg út fyrir HM í Katar. Ég var líka ánægður er við lentum í riðli með Rússum, Serbíu og Bosníu. Það var erfiður riðill og við lentum í öðru sæti. Þetta er samt held ég það besta sem ég hef gert með landsliðinu. Af því það voru svo margir lykilmenn fjarverandi. Þetta var eins og Ísland hefði verið án Arons, Gauja og fleiri,“ segir Patrekur stoltur.Þýskaland bíður betri tíma Patrekur fékk fyrirspurn á dögunum um hvort hann hefði áhuga á að taka við þjálfarastarfinu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover-Burgdorf sem Rúnar Kárason leikur með. Patrekur gaf það frá sér enda nýbúinn að semja við Selfyssinga. „Það er alltaf gaman að fá svona fyrirspurnir en ég ætla að standa við minn samning við Selfoss. Ég er ekkert að fara og minn tími í Þýskalandi kemur síðar.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða