Enski boltinn

Fékk tveggja leikja bann fyrir ummæli á Instagram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas Boas var engin miskunn sýnd.
Andre Villas Boas var engin miskunn sýnd. Vísir/Getty
Andre-Villas Boas, stjóri kínverska liðsins Shanghai SIPG, og brasilíski framherjinn Hulk voru báðir settir í tveggja leikja bann af kínverska knattspyrnusambandinu fyrir að tjá sig um keppnisbann Brasilíumannsins Oscar.

Hulk og Oscar eru báðir á mála hjá Shanghai SIPG sem greiddi himinháar upphæðir fyrir kappana. Það er hins vegar lítil þolinmæði fyrir mótmælum þeirra hjá forráðamönnum deildarinnar.

Sjá einnig: Oscar kom slagsmálum af stað í Kína | Myndband

Sjá einnig: Oscar í átta leikja bann fyrir að stofna til slagsmála

Oscar var dæmdur í átta leikja bann fyrir að stofna til slagsmála í leik liðsins gegn Guangzhou R&F. Honum var ekki refsað í leiknum sjálfum en eftir á af deildinni.

Villas-Boas lýsti óánægju sinni með bannið á Instagram-síðu sinni sem má sjá hér fyrir neðan.





Ummælin voru sögð ábyrgðarlaus en Hulk, sem og annar leikmaður Shanghai, fengu tveggja leikja bann fyrir að klæðast bol með áletrun sem túlkuð var sem stuðningsyfirlýsing við Oscar.

Leikmennirnir voru þar að auki sektaðir sem og félagið vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×