Fótbolti

Tilkynntur sem nýr leikmaður tveggja bestu liðanna sama kvöldið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Josh Robinson spilaði með Crusaders frá 2012-2016.
Josh Robinson spilaði með Crusaders frá 2012-2016. vísir
Furðulegt mál kom upp í norðurírska fótboltanum í gærkvöldi þegar tvö bestu lið efstu deildarinnar þar í landi tilkynntu að þau væru búin að semja við nýjan leikmann.

Það hefði vanalega ekki verið frásögu færandi nema að bæði Crusaders og Linfield FC kynntu sama manninn til leiks á Twitter-síðum sínum og opinberum heimasíðum. BBC greinir frá.

Maðurinn um ræðir heitir Josh Robinson en hann spilaði með York City á síðustu leiktíð. Þessi 24 ára gamli leikmaður spilaði áður með Crusaders frá 2012-2016 og er annað hvort á leiðinni þangað aftur eða til Linfield.

Linfield sagðist vera búið að gera fjögurra ára samning við Robinson en Crusaders segja hann hafa skrifað undir þriggja ára samning við sig. Crusaders heldur því fram að samningurinn sé staðfestur hjá írska knattspyrnusambandinu.

Robinson æfði með Crusaders á þriðjudaginn en á heimasíðu Linfield heldur þjálfari liðsins, David Healy, mikla lofræðu um leikmanninn og hversu spenntur hann er að fá Robinson til liðs við sig.

Talið er að írska knattspyrnusambandið greiði úr þessari skondnu flækju í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×