Tillerson segir Rússa verða að sýna frumkvæði að vopnahléi í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 20:04 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Rex Tillerson, heimsótti Úkraínu í dag. Vísir/afp Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forseti Úkraínu segir heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna til Kænugarðs í dag öflugt merki um stuðning Bandaríkjastjórnar við Úkraínumenn. Utanríkisráðherrann segir mikilvægt að Rússar stígi fyrsta skrefið með því að fjarlægja þungavopn frá austurhluta Úkraínu. Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór af leiðtogafundi G20 í Hamborg til Kænugarðs í dag til fundar við Petro Poroshenko forseta Úkraínu. En áður en Tillerson hitti forsetann fundaði hann með hópi aðgerðarsinna í borginni sem berjast fyrir umbótum í landinu. Fljótlega eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu 2014 hófu þeir að styðja uppreisnarmenn í Donetsk og Lugansk héruðum í austurhluta Úkraínu með vopnum og mannafla en hafa alla tíð þrætt fyrir það. Þar standa enn yfir mannskæð átök þrátt fyrir friðarsamkomulag sem gert var í Minsk, sem gekk út á að þungavopn yrðu fjarlægð frá þessum svæðum og breytingar gerðar á stjórnarskrá Úkraínu sem tryggði aukið sjálfdæmi í austurhlutanum. Bandaríkin og Vestur-Evrópuríki hafa beitt Rússa refsiaðgerðum vegna þessa sem Putin Rússlandsforseti segir ólöglegar og vill að verði hætt. Forseti er ánægður með heimsókn Tillerson „Við höfum fengið algerlega skýr skilaboð um stuðning við Úkraínu. Stuðning við fullveldi landsins, friðhelgi yfirráðasvæða,stuðning við sjálfstæði okkar, stuðning við umbætur okkar. Og við erum mjög þakklát fyrir aðí dag skuli þessi stuðningur hafa komið fram með heimsókn utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tillerson sagði meginmarkmið Bandaríkjastjórnar að Úkraína endurheimti landfræðilegt sjálfdæmi sitt og virðingu,“ sagði Poroshenko á fréttamannafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. „Ég hef talað mjög skýrt í viðræðum mínum við rússneska forystumenn, oftar en einu sinni, um að það sé nauðsynlegt að Rússar taki fyrstu skrefin til að draga úr spennunni í austurhluta Úkraínu, sérstaklega að virða vopnahléið með því að fjarlægja þungavopn og leyfa eftirlitsmönnum ÖSE að sinna skyldustörfum sínum,“ sagði Rex Tillerson.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira