Erlent

Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar.
Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. Vísir/Getty
Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í danmörku í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar sem haldin var um helgina. Þrátt fyrir þetta segir lögreglan að í ár hafi hátíðin verið róleg.  

130 þjófnaðir voru tilkynntir um hátíðina og er það vel sloppið miðað við í fyrra þegar lögreglu barst 800 tilkynningar um slíkt.

Alls handtók lögreglan 20 manns á meðan hátíðinni stóð sem er minna en hefur verið undanfarin ár.

Greint var frá því á laugardag að skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Bråvalla í Svíþjóð hafi ákveðið að hátíðin verði ekki haldin aftur að ári í kjölfar þess að kynferðisbrot voru framin á hátíðinni sem haldin var 29. júní til 1. júlí.

Samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins hefur ekki komið til tals að aflýsa Hróarskeldu vegna kynferðisofbeldis. Þá hefur danska blaðið Politiken staðið fyrir greinaröð til að vekja athygli á því hve algengt kynferðisofbeldi er á hátíðinni. Árið 2016 voru fimm nauðganir tilkynntar til lögreglu yfir hátíðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×