Í borginni verður stuðningsmannasvæði, svokallað „Fan Zone“, á Pieter Vreedeplein torginu.
„Svæðið verður opið frá 13:00–20:00 [að hollenskum tíma] og verður nóg að gera þar allan daginn. Það verða hoppukastalar fyrir börnin, sjónvarpsskjáir, drykkir og matur ásamt ýmsum tónlistaratriðum. Einnig verður hægt að spila fótbolta og munu ýmsir „freestyle“ leikmenn mæta á svæðið. Þar má nefna Soufina Touzani, Chaimadame, Nasser El Jackson og Nelson de Kok,“ segir í frétt á heimasíðu KSÍ.
Tónlistaratriðin eru ekki af verri endanum en Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti munu sjá um að skemmta fólki frá 17:30 til 19:00.
Klukkan 19:00 verður lagt í stuðningsmannagöngu á völlinn. Brassband mun spila fyrir stuðningsmenn á leiðinni á völlinn sem er aðeins um 2,5 km frá stuðningsmannasvæðinu. Eftir leik verða svo sérstakir strætóar fyrir þá stuðningsmenn sem tóku þátt í göngunni.
Frétt KSÍ um leik Íslands og Frakklands í Tilburg má lesa með því að smella hér.
![](https://www.visir.is/i/8DD8CB13F4D4F6133E03128A8606446BF57EA14108E0A028A19F54D2E2738887_713x0.jpg)
![](https://www.visir.is/i/C237AEC47F70929CF3F49A11F648B93FF1CD8E6B879311A064D7647AED53F361_713x0.jpg)