Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í æfingaleik með Swansea í gærkvöldi. Vísir/Getty Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00
BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12
Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30
Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53
Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51