Enski boltinn

Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Spilaði Gylfi sinn síðasta leik fyrir Swansea í kvöld?
Spilaði Gylfi sinn síðasta leik fyrir Swansea í kvöld? vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Everton og Leicester City í sumar.

Swansea hefur hins vegar lítinn áhuga á að selja sinn besta mann og skellti 50 milljóna punda verðmiða á Gylfa.

Swansea heldur í æfingaferð til Bandaríkjanna á morgun og Everton vill klára kaupin á Gylfa áður en hann fer upp í vél.

Félagi Gylfa í íslenska landsliðinu, Birkir Bjarnason, lék með Aston Villa í 0-3 sigri á Kidderminster í æfingaleik í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Birkis með Villa í nokkra mánuði en hann missti af lokaspretti síðasta tímabils vegna meiðsla.


Tengdar fréttir

Peningarnir streyma inn í enska boltann sem aldrei fyrr

Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×