Erlent

Hryðjuverkamenn ætluðu sér að granda flugvél

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá aðgerðum lögreglunnar í Sydney.
Frá aðgerðum lögreglunnar í Sydney. Vísir/AFP
Þungvopnaðir lögregluþjónar gerðu í dag árásir á fjögur heimili í Sydney í Ástralíu í dag. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu segir hryðjuverkamenn hafa ætlað sér að granda flugvél með sprengju. Þá segir hann árásirnar hafa komið í veg fyrir það.

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar.

Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, segir að þeir sem ætli sér að ferðast geti gert það án þess að óttast ódæði. Hins vegar hefur verið gripið til aukinna öryggisráðstafana á flugvöllum í Ástralíu og þurfa farþegar að gefa sér meiri tíma í innritun vegna þeirra.



Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur yfir við heimilin sem ráðist var á.

Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaárása frá árinu 2014. Vitað er til þess að margir Ástralar hafi ferðast til Mið-Austurlanda og barist þar með vígahópum.

Samkvæmt frétt Guardian segjast yfirvöld margsinnis hafa komið í veg fyrir árásir en nokkrar árásir hafa verið gerðar af einstaklingum. Um er að ræða svokallaðar „Lone Wolf“ árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×