Erlent

Hringdi á neyðarlínuna: „Það er kyrkislanga föst á andlitinu á mér“

Samúel Karl Ólason skrifar
Ellefu snákar fundust á heimili konunnar.
Ellefu snákar fundust á heimili konunnar. Vísir/Getty
Bandarísk kona komst í hann krappan á dögunum þegar kyrkislanga sem hún hafði „bjargað“ beit hana í andlitið og vafði sig fasta utan um háls hennar. Konan hringdi í Neyðarlínuna og slökkviliðsmenn þurftu að skeri höfuðið af snáknum til þess að losa hann. Konan hlaut ekki lífshættuleg meiðsl.

„Fröken, þú ert með hvað?“ svaraði konan frá Neyðarlínunni þegar konan hringdi á fimmtudaginn. „Ertu úti með kyrkislöngu fasta á andlitinu á þér?“

Hin 45 ára gamla kona útskýrði að hún hefði bjargað þessum snáki og öðrum, degi áður. Hún var með ellefu snáka á heimili sínu. Starfsmaður Neyðarlínunnar spurði hvort hún gæti losað snákinn, en konan sagðist hafa reynt það og andlitið á henni væri allt út í blóði.

Þegar slökkviliðsmenn bar að garði lá konan í innkeyrslunni við heimili hennar. Ekki er vitað hvernig snákurinn náði að bíta konuna, en sjúkraflutningamenn fundu opið glerbúr fyrir framan heimili konunnar.

Kyrkislöngur, (Boa constrictor) drepa bráð sína með því að herða að þeim svo að blóð og súrefni getur ekki borist til mikilvægra líffæra.

Hlusta má á símtalið hér að neðan.

Cleveland 19 News Cleveland, OH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×