Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 27. júlí 2017 14:06 Facebook sagði frá því í apríl að fyrirtækið hefði lokað reikningum sem dreifðu lygafréttum í aðdraganda forsetakosninganna. Vísir/AFP Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Njósnarar rússneskra stjórnvalda reyndu að njósna um Emannuel Macron, forseta Frakklands, í kosningabaráttunni þar í landi með því að búa til gervimanneskjur á samfélagsmiðlinum Facebook.Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir bandarískum þingmanni og fleiri heimildamönnum sem hafi fengið kynningu á málinu. Rússarnir eru sagðir hafa búið til á þriðja tug Facebook-reikninga til að fylgja með starfsmönnum framboðs Macron og fleiri nánum bandamönnum hans. Macron hafði öruggan sigur á Marine Le Pen, frambjóðandi hægriöfgamanna, í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Forsvarsmenn Facebook staðfestu við Reuters að þeir hefðu lokað reikningum sem voru ætlaðir til njósna í Frakklandi. Heimildir Reuters herma að alls hafi um 70.000 reikningum verið lokað. Áður hafði samfélagsmiðillinn greint frá aðgerðum til að loka reikningum sem voru notaðir til að dreifa fölskum upplýsingum í kosningabaráttunni.Þóttust vera vinir vina bandamanna MacronRússar hafa neitað að hafa reynt að hafa áhrif á frönsku kosningarnar með því að hakka tölvukerfi og leka tölvupóstum og skjölum. Bandaríska leyniþjónustan telur að Rússar hafi staðið að baki slíkum árásum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi í fyrra. Heimildir Reuters herma að rússnesku leyniþjónustumennirnir hafi þóst vera vinir vina bandamanna Macron og reynt að nálgast persónulegar upplýsingar um þá. Facebook hafi rakið aðferðir þeirra til tækja sem herleyniþjónusta Rússa hafi áður notað.Macron hafði auðveldan sigur á öfgaþjóðernissinnanum Marine Le Pen þrátt fyrir að tölvupóstum framboðs hans hafi verið lekið á lokametrum kosningabaráttunnar.Vísir/AFPStarfsmenn Facebook telja þó að Rússarnir hafi ekki náð svo langt að fá bandamenn Macron til að ná í spilliforrit eða gefa upp aðgangsupplýsingar sínar. Það gæti þó hafa verið markmið þeirra. Brotist var inn í tölvupósta starfsmanna framboðs Macron og þeim lekið á netið rétt fyrir seinni umferð forsetakosninganna. Enginn hefur enn verið bendlaður við þá árás.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira