Erlent

Árás gerð á sendiráð Ísrael í Jórdaníu

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er á svæðinu.
Mikill viðbúnaður er á svæðinu. Visir/EPA
Árás var gerð á sendiráð Ísrael í Amman í Jórdaníu nú í kvöld. Verið er að rýma sendiráðið og búið er að loka svæðinu í kring. Yfirvöld hafa, samkvæmt frétt BBC, enn ekki gefið upp neinar upplýsingar um árásina og hafa að auki komið á fjölmiðlabanni. Talið er að einn Jórdani hafi látist og einn Ísraeli sé alvarlega særður.

Á föstudaginn síðasta mótmæltu þúsundir Jórdana ákvörðun Ísraela að setja upp málmleitartæki á heilögum stað múslíma og gyðinga í Austur- Jerúsalem.  Ákvörðunin kom í kjölfar þess að tveir ísraelskir lögreglumenn voru skotnir til bana á svæðinu.

Svæðið hafði verð undir yfirráðum Jórdana á árunum 1949 til 1967. Spenna á milli Ísraela og Palestínumanna um staðinn hefur einnig aukist undanfarna daga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×