Lífið

Netníðingur hótar að myrða Ellen Page

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Málið er nú í höndum lögreglunnar.
Málið er nú í höndum lögreglunnar. Vísir/getty
Netníðingur hefur um nokkra hríð hrellt leikkonuna Ellen Page. Hann hefur gert það í gegnum Instagram-síðuna hennar. Níðingurinn hefur gengið svo langt að senda henni morðhótanir og hefur lögregla nú hafið rannsókn málsins. TMZ greinir frá.

Skilaboðin eru nokkur og ansi hatrömm þar sem sendandinn segir Ellen vera kanadískan lygara sem sé einskis virði og að hún þurfi að deyja í höndunum á honum.

„Ég ætla að finna Ellen og kyrkja hana og leyfa öllum að fylgjast með á Instagram-síðunni minni,“ segir netníðingurinn.

Lögreglan hefur rakið IP-töluna úr tölvu þess sem sendi morðhótanirnar. Hún fékk í kjölfarið leitarheimild en hefur ekki handtekið neinn enn sem komið er.

Ellen Philpotts-Page er þekktust fyrir leik sinn í Juno og X-men.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×