Lífið

Ný vaxmynd af Beyoncé sögð líkari Lindsay Lohan

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þessi vaxmynd af Beyoncé, sem komið var fyrir í London árið 2014, heppnaðist töluvert betur en þessi nýjasta í New York.
Þessi vaxmynd af Beyoncé, sem komið var fyrir í London árið 2014, heppnaðist töluvert betur en þessi nýjasta í New York. Vísir/epa
Útibú vaxmyndasafnsins Madame Tussauds í New York hefur verið gagnrýnt fyrir nýlega vaxmyndastyttu sína af söngkonunni Beyoncé. Vaxmyndin þykir ekki nógu lík fyrirmyndinni en einhverjir hafa sagt hana minna frekar á leikkonuna Lindsay Lohan. BBC greinir frá.

Vaxmyndasafnið gerði grein fyrir nýrri viðbót í safn sitt, téðri vaxmynd af Beyoncé, á Twitter-síðu sinni á dögunum. Mynd af styttunni má sjá í tísti hér að ofan en safnið hefur nú eytt tilkynningunni. Í henni sagði að vaxmyndin af söngkonunni væri loksins komin og hún yrði til sýnis fram í september.

Reiðir Beyoncé-aðdáendur sökuðu Madame Tussauds-safnið um svokallað „whitewashing,“ sem vísar til þess að vaxmyndin virðist töluvert ljósari á hörund en fyrirmyndin. Þá hafa áðdáendurnir einnig haft orð á því að aðrar vaxmyndir af Beyoncé hafi heldur ekki heppnast sérstaklega vel.

Í tilkynningu frá vaxmyndasafninu sagði enn fremur að reynt væri eftir fremsta megni að gera vaxmyndirnar sem líkastar fyrirmyndunum. Þá sagði einnig að lýsing og myndatökuaðferðir gætu haft áhrif á það hvernig vaxmyndirnar litu út á ljósmyndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×