Innlent

Leit við Gullfoss hætt í bili

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Viðamikil leit hefur staðið yfir í gær og í dag.
Viðamikil leit hefur staðið yfir í gær og í dag. vísir/jóhann k. jóhannsson
Leit að manninum sem féll í Gullfoss í gær hefur verið hætt í bili. Henni verður framhaldið eftir hádegi á morgun, en net verður áfram í ánni.

„Við ákváðum að fresta leit í kvöld og síðustu hópar eru að klára sín verkefni, en við höldum áfram að leita á morgun. Við erum bara núna að fara í eftirlitsfasa og að fylgjast með ánni,“ segir Gunnar Ingi Friðriksson, stjórnandi svæðisstjórnar, í samtali við fréttastofu.

Leitin á morgun verður af svipuðum þunga og í dag, en á annað hundrað björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í henni. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið notuð, kafarar, drónar, bátar og fleira.

Maðurinn sem féll ofan í er hælisleitandi hér á landi. Málið er ekki rannsakað sem sakamál, að sögn lögreglu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×