Erlent

Stálu iPhone-símum úr vörubíl á ferð í Hollandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru handteknir í skemmtigarði í gær.
Mennirnir voru handteknir í skemmtigarði í gær. Vísir/Getty
Lögregla í Hollandi hefur handtekið fimm manns vegna gruns um að hafa stolið iPhone-símum að verðmæti 500 þúsund evra, um 61 milljón króna.

Lögregla telur mennina hafa ekið sendiferðabíl sínum upp að hlið vörubíls sem flutti farminn á meðan þeir voru á ferð á vegi í Hollandi.

Var sendiferðabílnum ekið þétt upp að vörubílnum þannig að mennirnir gátu opnað vörubílinn og prílað yfir. Fluttu þeir svo símana aftur yfir í sendiferðabílinn, áður en þeir klifruðu aftur til baka.

Mennirnir voru handteknir í skemmtigarði í gær þar sem lögregla fann símana sem og sendiferðabílinn sem talinn er að hafi verið notaður í ráninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×