Erlent

Fólki bannað að skokka saman í hópum í Sierra Leone

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla í Sierra Leone segir það vera í góðu lagi að skokka á ströndinni.
Lögregla í Sierra Leone segir það vera í góðu lagi að skokka á ströndinni. Vísir/Getty
Lögregla í Afríkuríkinu Sierra Leone hefur bannað fólki að skokka saman í hóp á götum landsins. Er athæfið sagt skapa hættu og valda truflun.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að skokkhópar hindri bílaumferð, berji í bíla, spili háværa tónlist, móðgi vegfarendur og steli frá öðrum borgurum. Sé bannið nauðsynlegt til að tryggja almannaheill og í fullu samræmi við ákvæði stjórnarskrár landsins.

Í frétt Guardian segir að lögregla í Sierra Leone beini því til þeirra sem vilja skokka að stunda iðjuna á líkamsræktarstöðvum eða á ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×