Erlent

Sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Íraks í Kabúl

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla er nú að flytja óbreytta borgara á brott frá svæðinu.
Lögregla er nú að flytja óbreytta borgara á brott frá svæðinu. Vísir/AFP
Sjálfsvígssprengjuárás var gerð fyrir utan sendiráð Íraks í afgönsku höfuðborginni Kabúl í morgun.

BBC greinir frá því að skotbardagi hafi brotist út í kjölfar sprengjuárásarinnar milli lögreglu og hóps vopnaðra manna.

Lögregla er nú að flytja óbreytta borgara á brott frá svæðinu, en sendiráðið er að finna í hverfinu Shar-e-Naw í norðvesturhluta Kabúl.

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en árásum samtakanna í Afganistan hefur farið fjölgandi á síðustu misserum.

Haft er eftir talsmanni lögreglu að sjálfsvígssprenjumaðurinn hafi sprengt bíl og sjálfan sig í loft upp við byggingu sem hýsir lögreglustöð og írakska sendiráðið í borginni.

Engar fréttir hafa enn borist um fjölda særðra í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×