Erlent

Stærsti fíkniefnafundur í sögu Indlands

Atli Ísleifsson skrifar
Indland er mikið notað í fíkniefnasmygl vegna nálægðarinnar við Afganistan þar sem stór hluti ópíumframleiðslu heimsins fer fram. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Indland er mikið notað í fíkniefnasmygl vegna nálægðarinnar við Afganistan þar sem stór hluti ópíumframleiðslu heimsins fer fram. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld á Indlandi lögðu hald á eitt og hálft tonn af heróíni um borð í flutningaskipi undan ströndum héraðsins Gujarat en um er að ræða stærsta fíkniefnafund í sögu Indlands.

Talið er að götuvirði efnisins sé um 500 milljónir Bandaríkjadala. Skipinu hefur verið siglt til hafnarborgarinnar Porbandar.

Indland er mikið notað í fíkniefnasmygl vegna nálægðarinnar við Afganistan þar sem stór hluti ópíumframleiðslu heimsins fer fram, en ópíum er meginuppistaðan í heróíni.

Indverjar sjálfir hafa ekki farið varhluta af heróíninu og í Punjab-héraði einu saman er talið að rúmlega 400 þúsund manns séu ánetjaðir efninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×