Erlent

Einn ákærður fyrir nauðgun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. vísir/getty
Khurram Rahi hefur verið ákærður fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku á Witton lestarstöðinni í Birmingham. Stúlkan segist hafa verið nauðgað tvisvar umrætt kvöld. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Khurram Rahi var handtekinn eftir að lögreglan rannsakaði vettvang glæpsins. Í kjölfarið var gefin út ákæra og þarf Rahi að mæta fyrir dómara á mánudag.

Að sögn stúlkunnar átti verknaðurinn sér stað þegar hún var á leið til vinar síns. Stúlkan var í námunda við Witton lestarstöðina þegar maður hrifsar í hana og fer með hana á afskekkt svæði innan lestarstöðvarinnar. Rahi er gefið að sök að hafa í kjölfarið nauðgað henni.

Stúlkan segist í kjölfarið hafa hraðað sér frá lestarstöðinni í leit að hjálp. Hún stöðvaði bíl sem átti leið hjá og leitaði ásjár ökumannsins. Í stað þess að veita stúlkunni hjálp segir hún ökumanninn einnig hafa brotið á sér kynferðislega.

Maðurinn var handtekinn en er nú laus úr haldi á meðan rannsókn stendur yfir.


Tengdar fréttir

Stúlku nauðgað tvisvar sama kvöld

Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Bretlandi að tveimur mönnum sem í sitt hvoru lagi nauðguðu fimmtán ára gamalli stúlku á sama kvöldinu í Birmingham á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×