Erlent

Tónlistarhátíð endaði í ljósum logum

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Engin meiðsl urðu á fólki þegar mannfjöldinn flúði af svæðinu.
Engin meiðsl urðu á fólki þegar mannfjöldinn flúði af svæðinu. Skjáskot
Flytja þurfti á brott um tuttugu og tvö þúsund manns af tónlistarhátíðinni Tomorrowland í gærkvöldi þegar eldur kviknaði á aðalsviði hátíðarinnar. Hátíðin var haldin í Can Zam garðinum í Santa Coloma de Gramenet nálægt Barcelona.

Í tilkynningu frá brunavarnaryfirvöldum Barcelona urðu engin meiðsl á fólki þegar mannfjöldinn flúði af svæðinu. Einnig kemur fram að búið er að slökkva allan eld en búist er við því að sviðið hrynji.

Á vefsíðu Tomorrowland hátíðarinnar kemur fram að tæknileg bilun hafi verið orsök eldsins. Unnið er að nánari rannsóknum á aðdraganda slyssins.

Tónlistarhátíðin Tomorrowland var haldin víðs vegar um Evrópu um helgina. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 og hefur orðið vinsælli með hverju árinu. Árið 2013 seldist upp á hátíðina á einni sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×