Sport

Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isaac Makwala hefur hlaupið 200 metrana á 19,77 sekúndum í ár.
Isaac Makwala hefur hlaupið 200 metrana á 19,77 sekúndum í ár. Vísir/Getty
Slæm magapest gengur um á einu þeirra hótela þar sem íþróttamenn sem keppa á HM í frjálsum dvelja á í Lundúnum. Mótshaldarar staðfestu það við fjölmiðla í morgun.

Isaac Makwala frá Botswana ákvað að draga sig úr keppni í 200 m hlaupi en hann er einn fremsti 400 m hlaupari heims. Magapestin mun vera til komin vegna matareitrunar en henni fylgir uppköst og niðurgangur.

Þó nokkrir þýskir og kanadískir íþróttamenn sem dvöldu á hótelinu veiktust í síðustu viku. 30 þýskir keppendur sem eru væntanlegir til Lundúna í dag verða færðir á annað hótel.

Eigendur umrædds hótels segja að orsök kveisunnar liggi ekki hjá hótelinu. Þeir sem séu veikir hafi verið haldið frá öðrum gestum og sameiginleg svæði hreinsuð.

Óvíst er hvort að Makwala geti tekið þátt í 400 m hlaupinu en úrslit þess fara fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×