Innlent

Táningar í sumarbúðum flugklúbbs í Sviss fórust í flugslysi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið var klukkan 9:30 að staðartíma, um tíu mínútur eftir flugtak.
Slysið var klukkan 9:30 að staðartíma, um tíu mínútur eftir flugtak. Lögregla í Graubünden
Tveir fjórtán ára drengir, sem voru í sumarbúðum í Sviss, fórust þegar flugvél sem þeir voru í hrapaði fyrr í dag.

Lögregla í Sviss segir að flugmaður vélarinnar hafi einnig látið lífið og þriðji táningurinn, sautján ára stúlka, slasast alvarlega. Slysið varð í kantónunni Graubünden í suðausturhluta landsins og var vélin eins hreyfla Piper PA28.

Ungmennin voru skráð í sumarbúðir flugklúbbsins Swiss Aero Club og var flugið liður í dagskrá búðanna sem hafa verið starfræktar á sumrin síðustu 35 ár. Alls voru 192 táningar skráðir á námskeiðið í sumar.

Yves Burkhardt, yfirmaður flugklúbbsins, segir að flugið hafi átt að vera hápunktur vikunnar hjá ungmennunum. „Heimur minn er hruninn,“ sagði Burkhardt í samtali við AFP.

Í frétt BBC segir að flugmanninum sé lýst sem reyslumiklum og að hann hafi flogið með önnur ungmenni í sömu vél fyrr um daginn. Slysið varð klukkan 9:30 að staðartíma.

Rannsókn á orsökum slyssins stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×