Kennir þinginu um slæmt og hættulegt samband við Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2017 14:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samband ríkisins við Rússa aldrei hafa verið jafn slæmt og það sé hættulegt. Þá kenndi hann þinginu um ástandið, en hann skrifaði í gær undir frumvarp um hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Samkvæmt frumvarpinu getur Trump ekki aflétt þvingunum gegn Rússlandi án aðkomu þingsins. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna Bandaríkjanna kusu með frumvarpinu og neyddist Trump í raun til þess að skrifa undir það. Þingið var með það stóran meirihluta að þeir gætu samþykkt frumvarpið án undirskriftar forsetans. Frumvarpið sem varð að lögum leggur einnig frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og Íran. Hertar aðgerðir gegn Rússlandi eru vegna tilrauna yfirvalda þar til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra og aðgerðir Rússlands í Úkraínu. Þar á meðal innlimun Krímskaga fyrir þremur árum. „Samband okkar við Rússland hefur náð nýjum og mjög hættulegum lægðum. Þið getið þakkað þinginu, sama fólkinu og getur ekki einu sinni fært okkur heilbrigðisþjónustu!“ skrifaði forsetinn á Twitter.Þegar Trump skrifaði undir frumvarpið í gær sagði hann það vera mein gallað og að mögulega bryti það gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Refsiaðgerðirnar sem frumvarpið segja til um snúa að orkugeira og vopnasölu Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi hafa brugðist illa við og Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir aðgerðirnar jafnast á við allsherjar viðskiptastríð. Þá sendi Medvedev Trump tóninn á Twitter og sagði þingið hafa spilað með hann.The US President's signing of the package of new sanctions against Russia will have a few consequences: https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The US President's signing of the package of new Russia sanctions ends hopes for improving our relations https://t.co/UizYaTbSR6— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017 The Trump administration has shown its total weakness by handing over executive power to Congress in the most humiliating way— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) August 2, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51 Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Trump skrifar undir „gallaðar“ refsiaðgerðir gegn Rússum Bandaríkjamenn hafa hert refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Donald Trump forseti skrifaði undir lög þess efnis í dag en gagnrýndi Bandaríkjaþing fyrir að binda hendur sínar. 2. ágúst 2017 17:51
Skátarnir kannast ekki við að hafa hrósað Trump Forsetinn sagði yfirmann skátahreyfingarinnar hafa hringt í sig og sagt að umdeild ræða hans hefði verið "sú besta sem hefði verið haldin fyrir þá“. 2. ágúst 2017 10:52
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Segir refsiaðgerðirnar jafngildi „viðskiptastríðs“ Aðgerðunum er meðal annars ætlað að refsa Rússum fyrir aðkomu sína að forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 3. ágúst 2017 07:34