Erlent

Sakaðir um að láta Liu Xia hverfa

Samúel Karl Ólason skrifar
Liu Xia með mynd af eiginmanni sínum.
Liu Xia með mynd af eiginmanni sínum. Vísir/AFP
Liu Xia, ekkja nóbelsverðlaunahafans Lui Xiaobo, hefur ekki haft samband við nokkurn mann frá því deginum að maður hennar dó úr krabbameini. Bandarískur lögmaður hennar segir hana í haldi yfirvalda í Kína og þeir hafi í raun látið hana hverfa þann 15. júlí.

„Ég krefst þess að yfirvöld Kína sanni tafarlaust að að Liu Xia sé á lífi og hún hafi óhindraðan aðgang að fjölskyldu sinni, vinum, lögmanni og alþjóðasamfélaginu,“ sagði lögmaður hennar, Jared Genser, í yfirlýsingu.

Liu Xia hefur verið í stofufangelsi, án þess að vera kærð fyrir glæp, frá því að eiginmaður hennar vann friðarverlaun Nóbels árið 2010.

Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Kína að hún sé frjáls ferða sinna, en sorg hennar hafi komið í veg fyrir samskipti við aðra.


Tengdar fréttir

Vinir og stuðningsmenn Liu Xiaobo æfir yfir ákvörðun stjórnvalda

Vinir og stuðningsmenn kínverska aðgerðasinnans Liu Xiaobo eru æfir út í kínversk stjórnvöld sem tóku þá ákvörðun, í miklum fljótheitum, að dreifa ösku Xiaobo í hafið norðaustur af Kína. Vinir hans telja að yfirvöld hafi farið sér óðslega til að aftra því að Xiaobo fengi viðeigandi grafreit. Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Hafna gagnrýni vegna andláts Xiaobo

Kínverjar segja að um innanríkismál sé að ræða sem komi utanaðkomandi aðilum ekki við og að gagnrýnin sé óviðeigandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×