Fótbolti

Mourinho: Neymar er ekki dýr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Neymar skoraði 108 mörk í 186 leikjum fyrir Barcelona.
Neymar skoraði 108 mörk í 186 leikjum fyrir Barcelona. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr.

Allt benti til þess að Neymar væri á leið til Paris Saint-Germain frá Barcelona. Talið að franska liðið ætlaði að borga 198 milljónir punda fyrir Neymar sem gerir hann að langdýrasta leikmanni allra tíma. La Liga hefur hinsvegar neitað að gefa grænt ljós á kaupin.

Mourinho var spurður út í félagaskipti Neymars eftir sigur United á Sampdoria í gær.

„Dýrir leikmenn eru þeir sem búa ekki yfir nógu miklum hæfileikum. Mér finnst Neymar ekki dýr,“ sagði Mourinho sem hefur þó áhyggjur af því hvað gerist í framhaldinu.

„Ég held að hann sé dýr að því leyti að núna fara fleiri leikmenn á 100 milljónir punda, 80 milljónir og 60 milljónir. Það er vandamálið. Mér finnst Neymar ekki vera vandamálið, heldur afleiðingarnar af félagaskiptunum.“

Neymar átti ekki að vera á neinum sultarlaunum hjá PSG en samkvæmt Sky Sports  þá var það í nýja samningnum að Brassinn væri með 3,7 milljarða íslenskra króna í árslaun eftir skatta.

Neymar hefur leikið í fjögur ár með Barcelona og skoraði 105 mörk í 186 leikjum fyrir félagið.


Tengdar fréttir

Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×