Erlent

Maður og barn fórust þegar flugmaður nauðlenti á sólarströnd

Kjartan Kjartansson skrifar
Stúlkan sem lést er sögð hafa verið með foreldrum sínum á ströndinni en þeir sluppu ómeiddir.
Stúlkan sem lést er sögð hafa verið með foreldrum sínum á ströndinni en þeir sluppu ómeiddir. Vísir/EPA
Miðaldra karlmaður og lítil stúlka létu lífið þegar flugmaður lítillar flugvélar nauðlenti á sólarströnd í Portúgal í dag. Þeim tókst ekki að forða sér undan vélinni þegar hún lenti, að sögn lögreglu.

Atvikið átti sér stað á São João-ströndinni í Caparica, suðvestur af Lissabon, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flugmaðurinn og farþegi hans sluppu ómeiddir.

Vitni lýsir því að maðurinn og stúlkan hafi orðið undir vélinni þegar hún lenti á ströndinni.

Ekki liggur fyrir hvers vegna vélinni var nauðlent á ströndinni en vitni segja að hún hafi flogið lágt yfir henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×