Erlent

Kanadamenn fá aðstoð í baráttunni við skógarelda

Atli Ísleifsson skrifar
Alls hafa rúmlega 1.800 skógareldar blossað upp í fylkinu síðan í apríl.
Alls hafa rúmlega 1.800 skógareldar blossað upp í fylkinu síðan í apríl. Vísir/AFP
Slökkviliðsmenn frá bæði Bandaríkjunum og Mexíkó koma til Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada síðar í vikunni til að aðstoða í baráttu Kanadamanna við skógareldana sem hafa herjað á íbúa fylkisins síðustu mánuði.

Alls hafa rúmlega 1.800 skógareldar blossað upp í fylkinu síðan í apríl og hafa rúmlega þrjú hundruð byggingar eyðilagst.

Tugir þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín á síðustu mánuðum vegna eldanna og eru nú um sex þúsund manns sem hafa ekki mátt snúa aftur.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heimsótti fylkið í gær þar sem hann ræddi við fulltrúa yfirvalda sem halda utan um slökkvistarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×