Erlent

NATO stöðvaði rússneskar herþotur nærri Eistlandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Rússnesku flugvélarnar voru á sveimi nærri lofthelgi Eistlands. Myndin er af MiG-31 og er úr safni.
Rússnesku flugvélarnar voru á sveimi nærri lofthelgi Eistlands. Myndin er af MiG-31 og er úr safni. Vísir/AFP
Spænskar og finnskar orrustuþotur voru sendar til móts við þrjár rússneskar herþotur sem voru á flugi nærri lofthelgi Eistlands í dag, að sögn Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Tvær vélanna voru af gerðinni MiG-31 en hin var Antonov AN-26-flutningavél, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Árekstrar á milli herflugvéla NATO-ríkja og Rússa annars vegar hafa færst í aukana með vaxandi spennu vegna innlimunar Rússa á Krímskaga í Úkraínu fyrir þremur árum.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti Rússum sem helstu ógn Eystrasaltsríkjanna í opinberri heimsókn í Eistlandi í gær. Ítrekaði hann stuðning Bandaríkjamanna við löndin í gegnum NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×