Erlent

Mannfall í sprengingu í mosku í Afganistan

Kjartan Kjartansson skrifar
Öryggisgæsla var efld í Herat í júní eftir árás liðsmanna Ríkis íslams á mosku þar.
Öryggisgæsla var efld í Herat í júní eftir árás liðsmanna Ríkis íslams á mosku þar. Vísir/EPA
Að minnsta kosti tuttugu manns eru sagðir látnir eftir sprengingu sem skók mosku síjamúslima í afgönsku borginni Herat í dag. Tugir til viðbótar eru sagðir særðir. Sprengingin átti sér stað á meðan moskugestir voru við kvöldbænir.

Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talsmanni innanríkisráðuneytis landsins að um bílsprengja hafi mögulega verið að ræða. Embættismenn í borginni segja að líklega muni tala látinna hækka.

Óljósar fréttir eru einnig af því að annar árásarmaður hafi skotið á fólk inni í moskunni eftir að sprengingin reið yfir.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Herat, sem stendur við landamæri Írans, hefur fram að þessu verið talin ein friðsamasta borg hins stríðshrjáða Afganistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×