Erlent

Þrír drepnir í dómshúsi í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Rússneskir fjölmiðlar segja mennina hafa verið liðsmenn glæpagengis frá Mið-Asíu.
Rússneskir fjölmiðlar segja mennina hafa verið liðsmenn glæpagengis frá Mið-Asíu. Vísir/Getty
Þrír voru skotnir til bana í dómshúsi í rússnesku höfuðborginni Moskvu í morgun. Frá þessu greinir rússneska fréttastofan Ria sem vísar í saksóknara.

Saksóknarinn segir að réttarhöld hafi staðið yfir í máli fimm manna og hafi þeir verið skotnir eftir að hafa reynt að hrifsa til sín skotvopn frá öryggisvörðum og taka menn í gíslingu.



Í frétt BBC
 segir að auk hinna þriggja sem létust hafi tveir sakborninga særst ásamt þremur öryggisvörðum.

Rússneskir fjölmiðlar segja mennina hafa verið liðsmenn glæpagengis frá Mið-Asíu sem grunað er um að hafa banað sautján mönnum á vegum Moskvuborgar á árunum 2012 til 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×