Erlent

Lengsta hengibrú heims vígð í Ölpunum

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki fyrir viðkvæma!
Ekki fyrir viðkvæma! Vísir/EPA
Lengsta hengibrú heims, ætluð fyrir fótgangandi, hefur verið vígð í Randa í svissnesku Ölpunum. Brúin er 494 metrar að lengd og hangir mest 85 metrum yfir jörð.

Frá brúnni er útsýni yfir nokkur af þekktustu fjöll Alpafjalla, svo sem Matterhorn og Weisshorn.

Brúin hangir yfir dal milli bæjanna Zermatt og Grächen. Hún kemur í stað eldri brúar sem hafði eyðilagst vegna fallandi steina úr hlíðum fjallanna. Þetta á þó ekki að geta gerst með nýju brúna, þar sem hún er nokkuð hærri sem sú gamla.

Brúin ber nafnið Charles Kuonens-brúin og er nefnd í höfuðið á sálfræðingnum og vínframleiðandanum Charles Kuonen, sem jafnframt er helsti styrktaraðili framkvæmdarinnar.

Sjá má myndskeið frá brúnni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×