Enski boltinn

Costa heldur áfram að bauna á Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Costa er enn staddur í Brasilíu.
Diego Costa er enn staddur í Brasilíu. vísir/getty
Diego Costa segir að upphæðin sem Chelsea vilji fá fyrir sig sé alltof há.

Costa er enn staddur í Brasilíu og virðist ekkert vera að flýta sér aftur til Englands, jafnvel þótt Chelsea sekti hann.

Eins og frægt er orðið sendi Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, Costa skilaboð í júní þar sem hann sagðist ekki lengur hafa not fyrir hann.

Nú tveimur mánuðum seinna er Costa enn leikmaður Chelsea og engin lausn á hans málum virðist í sjónmáli.

Costa vill ólmur fara aftur til Atlético Madrid en segir að Chelsea vilji fá alltof háa upphæð fyrir sig.

„Þegar ég kom til Chelsea borguðu þeir minna en þeir fara fram á núna,“ sagði Costa.

„Ég veit að Atlético vill láta þetta gerast en ef þeir þurfa að borga það sem Chelsea vill er það ekki mögulegt.“

Costa gekk í raðir Chelsea frá Atlético 2014 og hefur tvisvar sinnum orðið Englandsmeistari með liðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×