Barcelona borgaði kínverska félaginu Goangzhou Evergrande 36,4 milljónir punda fyrir þennan 29 ára gamla brasilíska miðjumann.
Brassinn var myndaður í bak og fyrir í Barcelona-búningnum en hann verður númer 15 hjá Katalóníufélaginu.
Paulinho fór einnig inn á Nývang þar sem hann átti að leika listir sínar með boltann.
Paulinho átti þó í einhverjum vandræðum með að halda boltanum á lofti eins og sést á myndbandinu hér að neðan. Afar neyðarlegt hjá fjórða dýrasta leikmanni í sögu Barcelona.
Paulinho showing what €40 Million buys you in this market pic.twitter.com/T9VyN1wXlX
— Daniel (@Cruyffd) August 17, 2017